Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

22. nóvember 2012
465. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 22. nóvember, 2012 kl. 08:15

Fimmtudaginn 22. nóvember 2012, kl. 08:15 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Gestir undir lið 1 voru: Björn Hafsteinn Halldórsson framkvstj. Sorpu og Oddný

Sturludóttir, formaður stjórnar Sorpu.

Fyrir var tekið:

  1. Bygging gasgerðarstöðvar.
    Kynning.
    Stjórnarformaður Sorpu og framkvæmdastjóri mættu á fund F&L og kynntu áform um byggingu gasgerðarstöðvar, einnig var kynnt rekstraráætlun Sorpu til næsta árs og áætlun til næstu fimm ára. F&L þakkar þeim fyrir greinagóða kynningu.
  2. Málsnúmer 2012110039.
    Þjónustukönnun á endurvinnslustöðvum 2012.
    Niðurstöðvar þjónustukönnunar sem framkvæmd var á endurvinnslustöðvum Sorpu á liðnu sumri, lögð fram.
  3. Málsnúmer 2012110014.
    Ungmennaráð Seltjarnarness.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og falið að vinna áfram með málið m.v. umræður á fundinum.
  4. Málsnúmer 2012090014.
    Staðarval fyrir urðunarstað.
    Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
  5. Málsnúmer 2012110009.
    Bréf Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dags. 26.10.2012, varðandi verkferla við hundaeftirlit.
    F&L vísar málinu til skjalastjóra og garðyrkjustjóra.
  6. Málsnúmer 2011100066.
    Heimili Hofgarðar 16.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og því frestað til næsta fundar.
    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

    Fundi slitið kl. 10:05.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?