Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

30. nóvember 2012
466. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 30. nóvember, 2012 kl. 08:15

Föstudaginn 30. nóvember 2012, kl. 08:05 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu og Þórður Ólafur Búason, skipulagsfulltri

sem sat undir liðum 6 og 7.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2012110064.
    Bréf Björgunarsveitinni Ársæli dags. 20.11.2012, vegna flugeldasölu fyrir áramót.
    Björgunarsveitin Ársæll sækir um leyfi til að reka sölustað við Suðurströnd 7 fyrir flugeldasölu. Tímabilið 1.12.2012-10.01.2013. Samþykkt.
  2. Málsnúmer 2012110065.
    Niðurgreiðslur til einkarekinna leikskóla.
    Bréf fræðslustjóra dags.26.11.2012, varðandi niðurgreiðslur til einkarekinna leikskóla, tillaga samþykkt á fundi skólanefndar 21.11.2012.
    Endurskoðuð gjaldskrá miðað við samþykktar reglur, samþykkt frá 1. janúar 2013.
  3. Málsnúmer 2010080021.
    Fulltrúaráð Hjúkrunarheimilisins Eirar.
    Tilnefning ÞE og PIJ í fulltrúaráð, óbreytt hjá minnihluta, samþykkt.
  4. Málsnúmer 2012110061.
    Aukið stofnfé til SHS fasteigna.
    Bréf Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra dags. 23.11.2012 ásamt viðauka um tillögu stjórnar SHS um að auka stofnfé til SHS fasteigna.
    F&L samþykkir aukningu stofnfjár að fjárhæð kr. 14.469.000.- sem greiða á fyrir ármót. Fjármálastjóra falið að útbúa viðauka við fjáhagsáætlun.
  5. Málsnúmer 2012110006.
    Bréf Starfsmannafélags Seltjarnarnesbæjar dags. 28.11 um kaup á orlofshúsi.
    F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu.
  6. Viðgerð á Eiðistorgi
    Byggingafulltrúi upplýsti fundarmenn um stöðu mála.
  7. Staðsetning Hjúkrunarheimilis
    F&L vísar til skipulags- og mannvirkjanefndar, framkomnum athugasemdum.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:05.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?