Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

01. mars 2013

fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness föstudaginn 1. mars, 2013 kl. 08:00.

Föstudaginn 1. mars 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Árni Einarsson vék af fundi undir lið 1

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2013020034.
  Bréf Fræðslu og forvarnir, um ávana- og vímuefni dags. 8.2.2013, beiðni um styrk.
  Samþykkt 175.000.-.
 2. Málsnúmer 2013020061.
  Samþykkt að veita Vilborgu Örnu Gissurardóttur viðurkenningu fyrir afrek sitt að ganga á suðurpólinn.
  Samþykkt 100.000.-.
 3. Málsnúmer 2012090020.
  Erindi frá Íþróttafélaginu Gróttu, dags. 13.09.2012 varðandi rekstur íþróttahúsa.
  Bæjarstjóri kynnti skýrslu HLH ehf. F&L vísar skýrslunni til umfjöllunar og umsagnar ÍTS.
 4. Málsnúmer 2013020064.
  Greinargerð KPMG um uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi, dags. 14.02. 2012.
  Lögð fram. F&L felur bæjarstjóra að láta fara fram fjárhagslegt mat á áhrifum fjárfestingar við byggingu hjúkrunarheimilis. Þar sem skuldbinding nemur hærri fjárhæð en 20% af skatttekjum sveitarfélagsins, skal skoða áhrif ákvörðunar á fjárhag A-hluta sveitarsjóðs samanber 66. gr. sveitarstjórnarlaga.
 5. Málsnúmer 2013020057.
  Ársreikningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2012.
  Lagður fram.
 6. Málsnúmer 2013020053.
  Áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið, bréf framkvæmdastjóra almannavarnarnefndar dags. 15.02.2013.
  Tilnefndur fulltrúi sveitarfélagsins Stefán Eiríkur Stefánsson í hóp um gerð nýs áhættumats fyrir svæðið.
 7. Málsnúmer 2013020054.
  Bréf Sorpu bs. dags. 13.02.2013 varðandi breytingar á gjaldskrá Sorpu bs. og niðurfellingu á afsláttum sem verið hafa í gildi hjá samlaginu.
  Lagt fram og vísað til fjármálastjóra.
 8. Málsnúmer 2012070034.
  Bréf fræðslustjóra dags. 24.1.2013 beiðni um stuðning fyrir barn í Leikskóla Seltjarnarness.
  Samþykkt.
 9. Málsnúmer 2013020050.
  Bréf Handknattleiksdeildar Gróttu varðandi bikarhelgi HSÍ dags. 11.02.2013.
  Samþykkt kr. 250.000.-.
 10. Málsnúmer 2013030004.
  Bréf Velferðarvaktarinnar dags. 20.02.2013 lagt fram.
  F&L telur rétt að endurskoða núverandi fjölskyldustefnu bæjarins og felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.
 11. Málsnúmer 2009090037.
  Endurbætur á æfingavelli.
  Bæjarverkfræðingur og garðyrkjustjóri gerðu grein fyrir málinu. Bæjarstjóra falið að uppfæra kostnaðaráætlun og leggja fyrir næsta fund.
 12. Málsnúmer 2013010055.
  Hrólfsskálamelur 1-7.
  F&L samþykkir að auglýsa lóðina til sölu, bæjarstjóra falin afgreiðsla málsins.
  Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

  Fundi slitið kl. 09:27.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?