Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

04. apríl 2013

471. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 4. apríl, 2013 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 4. apríl 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2011020048.
    Valhúsaskóli viðhaldsframkvæmdir.
    Tilboð í viðhaldsframkvæmdir vegna Valhúsaskóla.
    Fimm tilboð bárust, F&L leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lægsta tilboðið í verkið frá Stálvík kr. 66.767.301.- sjá minnisblað frá VSÓ ráðgjöf dags. 20.3.2013, að því gefnu að það uppfylli innkaupareglur Seltjarnarnesbæjar.
  2. Málsnúmer 2013030044.
    Skipulagsskrá fyrir Umönnunar- og hjúkrunarheimlið EIR.
    Lagt fram.
  3. Málsnúmer 2012090001.
    Bréf Sorpu bs. dags. 14.03.2013 varðandi ársreikninga Sorpu fyrir árið 2012 og uppgjör vegna reksturs endurvinnslustöðva árið 2012.
    Lagt fram.
  4. Málsnúmer 2013040015.
    Lúðrasveit Seltjarnarness 45 ára.
    Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.
  5. Málsnúmer 2012110014.
    Ungmennahús.
    Bæjarstjóri kynnti tillögur. Samþykkt að veita aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 1.800.000,-. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.
    F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 1.800.000.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
  6. Málsnúmer 2013010055.
    Hrólfsskálamelur 1-7.
    Tvö tilboð bárust í lóðina. Málinu frestað til næsta fundar.
  7. Málsnúmer 2013040008.
    Bréf Skíðasambands Íslands dags. 19.03.2013 varðandi aðstöðumál skíðamanna á höfuðborgarsvæðinu.
    Lagt fram.
  8. Málsnúmer 2013010057.
    Seltirningabók.
    Samþykkt að fara í verkefnið.
    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

    Fundi slitið kl. 09:05.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?