473. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness þriðjudaginn 23. apríl, 2013 kl. 08:00.
Þriðjudaginn 23. apríl 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson, og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra S.Bergsdóttir, Lárus Lárusson og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerði í tölvu.
Fyrir var tekið:
- Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar árið 2012.
Á fund F&L kom Auðunn Guðjónsson frá KPMG og Auður Daníelsdóttir aðalbókari.
Auðunn Guðjónsson gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2012, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður.
F&L samþykkir reikninginn samkvæmt 3.mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2012 er undirritaður og er tilbúinn til endurskoðunar og til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fyrri umræða í bæjarstjórn er 23. apríl 2012.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 09:30