Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

11. apríl 2013

472. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 11. apríl, 2013 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 11. apríl 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2013040018.
    Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2012.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2012, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður. Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar ráðuneytis sveitarstjórnarmála um reikningsskil sveitarfélaga.
    Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2012 er undirritaður af bæjarstjóra og er tilbúinn til endurskoðunar.
    Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 24. apríl 2013.
  2. Málsnúmer 2012110060.
    Eigendastefna fyrir Sorpu bs.
    Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri SSH mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hafði verið við mótun stefnunnar. F&L samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að eigendastefnu fyrir Sorpu bs. og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
  3. Málsnúmer 2012110060.
    Eigendastefna fyrir Strætó bs.
    Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri SSH mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hafði verið við mótun stefnunnar. F&L samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að eigendastefnu fyrir Strætó bs. og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
  4. Málsnúmer 2013030013.
    Sóknaráætlun 2013 fyrir höfuðborgarsvæðið.
    Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri SSH mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hafði verið við mótun áætlunarinnar. F&L samþykkir fyrir sitt leyti sóknaráætlun 2013 fyrir höfuðborgarsvæðið og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
  5. Málsnúmer 2013040019.
    Starfskjaranefnd, starfsmatsnefnd, starfsmenntunarsjóður.
    F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að sameina starfsmenntasjóði sameinaðra
    starfsmannafélaga undir reglum Starfsmennta- og starfsþróunarsjóðs St.Rv. og Reykjavíkurborgar. F&L leggur til að viðkomandi nefndir verði lagðar niður. F&L bendir á að breyta þarf reglum sjóðsins þannig að full aðild að sjóðnum verði tryggð hjá félögum sem vinna hjá Seltjarnarnesbæ.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:06.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?