Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

26. júní 2013
477. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness miðvikudaginn 26. júní, 2013 kl. 12:00.

Miðvikudaginn 26. júní 2013, kl. 12:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

GM ritaði fundargerð.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2013060024.
    Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013.
    Lagt fram, bæjarstjóra falið að senda erindið á alla sviðstjóra.

  2. Málsnúmer 2013060036.
    Bréf Brunabót, dags. 11.06.2013, varðandi styrktarsjóð EBÍ 2013.
    Lagt fram.

  3. Málsnúmer 2013060048 og 2013060032.
    Bréf sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju dags. 12.06.2013, varðandi bílastæði og merkingar.
    Lagt fram, bæjarstjóra falið að skoða málið.

  4. Málsnúmer 2013060040.
    Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma 2012.
    Lagt fram.

  5. Málsnúmer 2013010055.
    Hrólfsskálamelur 1-7.
    Lagt fram tilboð, F&L felur fjármálastjóra að skoða forsendur tilboðsins

  6. Málsnúmer 2013050045.
    Starfsmannamál.
    GS og ÓT mættu á fund nefndarinnar undir þessum lið.Baldur Pálsson fræðslustjóri gerði grein fyrir málinu. F&l vísar erindinu til bæjarstjóra.

    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
    Fundi slitið kl. 13:06.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?