Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

19. september 2013

480. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 19. september, 2013 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 19. september 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

Ennfremur sátu fundinn: Ásgerður Halldórsson, bæjarstjóri og

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri ritaði fundargerð.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2013090064.
    Samráðsfundur 10. október nk. á vegum SSH um skólastarf á höfuðborgarsvæðinu : Skólar og menntun í fremstu röð.
    Bæjarstjóri sagði frá vinnu starfshópsins.
  2. Málsnúmer 2012100073.
    Kortlagning hávaða innan sveitarfélagsins.
    Bæjarverkfræðingur SES kynnir tillögu að aðgerðaráætlun gegn hávaða og var honum falið að vinna áfram með málið.
  3. Fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 2014.
    Fjármálastjóri gerði grein fyrir forsendum fjárhagsáætlunar ársins 2014. Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun verði lögð fram við fyrri umræðu 23. október 2013 og til afgreiðslu við síðari umræðu 13. nóvember 2013.
  4. Málsnúmer 2012090020.
    Erindi frá Íþróttafélaginu Gróttu varðandi rekstur íþróttahúsa sveitarfélagsins.
    Formanni GM og ÁE falið að ræða við aðalstjórn Gróttu.
  5. Málsnúmer 2013010037
    Erindisbréf fyrir Bæjarráð Seltjarnarness
    Lagt fram og samþykkt og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
  6. Málsnúmer 2013060022
    Sérkennsla í Leikskóla Seltjarnarness 2013-2014
    F&L samþykkir beiðni fræðslustjóra.
  7. Málsnúmer 2013090039.
    Garðsláttur fyrir eldri borgara.
    Bréf frá lagt fram UÁ. Steinunn Árnadóttir upplýsti um garðslátt.
  8. Málsnúmer 2013090060.
    Bréf frá Samkeppniseftirliti dags. 13.09.2013

    Bréf frá Samkeppniseftirliti vegna innleiðingar á endurvinnslutunna fyrir pappír dags. 13.09.2013 lagt fram. Fjármálastjóra falið að svara bréfinu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:55.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?