Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

07. mars 2014

489. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness

Föstudaginn 7. mars 2014, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Margrét Lind Ólafsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Baldur Pálsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið nr. 2.

Haukur Geirmundsson íþróttafulltrúi sat fundinn undir lið nr. 10.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2013100048.
  Lóð Hrólfsskálamelur 1-7.
  Bæjarstjóri kynnti tilboð sem borist hafa í lóð bæjarins, Hrólfsskálamel 1-7.
  F&L samþykkir að taka tilboði B og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar 12. mars nk. Einnig er bæjarstjóra falið að ganga til samninga um sölu á bílastæðum sem tilheyra Hrólfsskálamel 1-7 í samræmi við umræður á fundinum.

 2. Málsnúmer 2014030001.
  Reiknilíkan fyrir skólaárið 2014-2015.
  Fræðslustjóri BP kynnti úthlutunarlíkan fyrir Grunnskólann skólaárið 2014-2015. F&L samþykkir líkanið og vísar því til skólanefndar til umsagnar.

 3. Málsnúmer 2014030008.
  Ársreikningur Strætó fyrir árið 2013.
  Lagður fram.

 4. Málsnúmer 2014010025.
  Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
  Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 13.02.2014 lagt fram, þar sem kynnt er fyrirkomulag á greiðslum vegna almennra húsaleigubóta á árinu 2014.

 5. Málsnúmer 2014020051.
  Nordjobb sumarstörf 2014.
  Bréf Nordjobb á Íslandi varðandi samnorrænt verkefni sem býður ungu fólki sumarvinnu dags. 08.01.2014 lagt fram. F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu sumarið 2014.

 6. Málsnúmer 2014020040.
  Bréf EBÍ Brunabót dags. 04.02.2014 varðandi styrktarsjóð EBÍ árið 2014.
  Lagt fram, bæjarstjóri upplýsti að hann hefði kynnt erindið fyrir sviðstjórum bæjarins.

 7. Málsnúmer 2014010053.
  Afrit af bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 4.01.2014 til bæjarstjórans í Hafnarfirði.
  Lagt fram afrit af bréfi, er varðar aðkomu sambandsins að endurskoðun samninga um byggingu hjúkrunarheimila skv. leiguleið.

 8. Málsnúmer 2014010054.
  Bréf Strætó bs dags. 23.01.2014 varðandi leiðakerfisbreytingar 2015.
  Lagt fram.

 9. Málsnúmer 2014010048.
  Bréf stjórnar Nesklúbbsins dags. 17.01.2014 varðandi afmæli Nesklúbbsins.
  Lagt fram og vísað til Skipulags- og umferðanefndar, umhverfisnefndar og Menningarnefndar.

 10. Málsnúmer 2012090020.
  Rekstrarsamningur við Íþróttafélagið Gróttu.
  Íþróttafulltrúi HG mætti á fundinn undir þessum lið. F&L telur m.v. úttekt og nýjar upplýsingar ekki tímabært að flytja reksturinn yfir að svo stöddu.

 11. Fjárstreymisyfirlit jan – des 2013.
  Fjármálastjóri gerði grein fyrir vinnu við ársreikning 2013

  Fundi slitið kl. 09:14.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?