Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

07. apríl 2014

Fimmtudaginn 7. apríl 2014, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Lárus Brynjar Lárusson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Margrét Lind Ólafsdóttir,.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, Auðunn Guðjónsson endurskoðandi bæjarins og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2013120066.
    Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2013.
    Auðunn Guðjónsson gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2013, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður.
    Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar ráðuneytis sveitarstjórnarmála um reikningsskil sveitarfélaga.
    Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2013 er undirritaður af bæjarstjóra og er tilbúinn til endurskoðunar. F&L samþykkir að vísa honum til bæjarstjórnar.
    Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 15. apríl 2014.

    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

    Fundi slitið kl. 08:59

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?