Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

347. fundur 09. september 2004

347. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 9. september 2004 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson sem ritaði fundargerð.
Fundinn sat einnig Stefán Bjarnason deildarstjóri fjármáladeildar.

Þetta gerðist:

1. Lagt var fram bréf dags. 8. september 2004 frá garðyrkjustjóra, þar sem óskað er eftir 5 millj.kr. á endurskoðaða áætlun 2004 vegna sumarvinnu framhaldsskólanema. Öllum ungmennum sem sóttust eftir starfi var veitt vinna.

2. Bæjarstjóri gerði grein fyrir endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2004.
Lögð var fram greinargerð bæjarstjóra með endurskoðaðri fjárhagsáætlun.
Fjárhags- og launanefnd vísar endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2004 til bæjarstjórnar.

3. Lögð voru fram bréf vegna málefna Borgarplasts hf. vegna lóðarleigu.
Fjárhags- og launanefnd óskar eftir að lögmaður bæjarins skrifi greinargerð um málið.

4. Lagt var fram bréf dags. 11. ágúst sl. frá Nestor lögmönnum vegna málefna Ræktarinnar við Suðurströnd.

5. Lagt var fram sex mánaða uppgjör SORPU bs. vegna 2004.

6. Lagt var fram sex mánaða uppgjör Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. fyrir árið 2004.Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:15


Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?