Fara í efni

Fjölskyldunefnd

19. janúar 2017

409. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 19. janúar 2017 kl. 17:00 – 18:50

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Magnús Margeirsson, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson og Jódís Bjarnadóttir sátu einnig fundinn. Ásrún Jónsdóttir var á fundinum undir 1. lið.

  1. Ásrún Jónsdóttir þroskaþjálfi boðin velkomin til starfa en hún tók við starfi forstöðumanns heimilis fyrir fatlað fólk á Sæbraut 2 og sem forstöðuþroskaþjálfi þann 1. janúar s.l. Ásrún gerði grein fyrir stöðu mála á Sæbraut. Heimilið var mjög undirmannað þegar hún tók við um áramót. Unnið hefur verið að því að fá fleiri starfsmenn til vinnu og fólk hefur fengist til starfa þótt enn vanti í 2 – 3 stöðugildi. Rætt um fyrirkomulag á heimilinu og viðhaldsþörf hússins.

  2. Drög að endurskoðuðum reglum Seltjarnarnesbæjar um úthlutun félagslegra leiguíbúða kynnt. Fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarráðs Seltjarnarnesbæjar.

  3. Úthlutun leiguíbúða. Ræddar tillögur starfsmanna um úthlutun tveggja íbúða. Samþykkt.

  4. Trúnaðarmál. Trúnaðarmálabók 1. mál.

  5. Trúnaðarmál. – yfirlit yfir afgreiðslur trúnaðarmálafunda frá 1.9.16 – 31.12.16 kynnt.

  6. Önnur mál.

    a. Fjölskyldunefnd beinir þeirri fyrirspurn til bæjarstjórnar hvort búið sé að finna lóð undir nýjan þjónustukjarna fyrir fatlað fólk og leggur áherslu á að knýjandi sé að það gerist sem fyrst til þess að unnt sé að hefja vinnu við hönnun hússins.

    b. Halldóra Jóhannesdóttir Sanko vakti athygli á bréfi Velferðarráðuneytisins dags. 29.12.2016 varðandi beiðni Seltjarnarnesbæjar um heimild til að starfræka sérstakt þjónustusvæði í málefnum fatlaðs fólks. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir fundi í ráðuneytinu þennan sama dag um þetta mál en á þeim fundi var fulltrúum Seltjarnarnesbæjar afhent umrætt bréf.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Jódís Bjarnadóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?