Fara í efni

Fjölskyldunefnd

14. febrúar 2017

410. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 14. febrúar 2017 kl. 17:00 – 18:10

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Magnús Margeirsson, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn.

  1. Breytingar á viðmiðunartölum fjárhagsaðstoðar á árinu 2017. Samþykkt að hækka fjárhagsaðstoð þannig að aðstoð fyrir einstakling verði 166.000.- kr og fyrir hjón/sambýlisfólk 265.600.- kr.

  2. Sérstakur húsnæðisstuðningur. Lagt fram minnisblað um hve margir sóttu um í janúar og heildarútgjöld.

  3. Málefni fatlaðs fólks. Rædd starfsmannamál á Sæbraut. Þar vantar enn starfsfólk þrátt fyrir að tekist hafi að fá fleiri starfsmenn til starfa á undanförnum vikum. Fjölskyldunefnd mælir eindregið með að ráðinn verði deildarstjóri á Sæbraut við hlið forstöðumanns. Rædd þörf fyrir skammtímavistunarúrræði. Rætt um laun til stuðningsfjölskyldna. Nauðsynlegt er að hækka þau verulega svo unnt verði að fá fleiri stuðningsfjölskyldur til starfa.

  4. Önnur mál. Greint frá breytingum í starfsmannahaldi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Jódís Bjarnadóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?