Fara í efni

Fjölskyldunefnd

16. maí 2017

413. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri við Nesveg, þriðjudaginn 16. maí 2017 kl. 17:00 – 18:05

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn.

  1. Trúnaðarmál - úrskurður. Fært í trúnaðarmálabók

  2. Trúnaðarmál. – yfirlit yfir afgreiðslur trúnaðarmálafunda frá 1.1.17 – 30.4.17 kynntar.

  3. Tillaga að breytingu á Reglum um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Seltjarnarnesbæjar. Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarstjórn að 35.gr. reglnanna hljóði svo:

    „Málskot til úrskurðarnefndar velferðarmála

    Umsækjandi getur skotið ákvörðun fjölskyldunefndar til úrskurðarnefndar velferðarmála og er kærufrestur þrír mánuðir sbr. og 63. gr. laga nr. 40/1991 og 5. gr. laga nr. 40/1991 og 5. gr. laga nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála.“

  4. Skipan starfshóps um þjónustu við fatlað fólk. Rætt og greint frá fyrsta fundi.

  5. Félagsstarf eldra fólks, húsnæðismál og fleira. Kynntar breytingar á húsnæðismálum varðandi aðstöðu í kjallara Valhúsaskóla. Fjölskyldunefnd vísar í fyrri bókanir varðandi húsnæðisaðstöðu fyrir félagsstarfið og niðurstöður íbúaþings um að bjóða upp á félagsstarfið í sama húsi. Snorri minnti á handverkssýningu þátttakenda í félagsstarfinu sem verður 25.-27. maí.

  6. Sérstakur húsnæðisstuðningur. Snorri greindi frá samráði sveitarfélaganna í kraganum varðandi tillögur að breytingum á núgildandi reglum þeirra um húsnæðisstuðninginn.

  7. Önnur mál. Rædd frumvörp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál og frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál.

  8. Næsti fundur ákveðinn 15.6.17, kl. 17:00

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?