Fara í efni

Fjölskyldunefnd

31. ágúst 2017

415. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri við Nesveg, fimmtudaginn 31. ágúst 2017 kl. 17:00 – 18:30

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, Magnús Margeirsson og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson og Kristín Jónsdóttir félagsráðgjafi sátu einnig fundinn.

  1. Trúnaðarmál - barnavernd. Fært í trúnaðarmálabók.

  2. Ábendingar Öryrkjabandalags Íslands varðandi reglur Seltjarnarnesbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning. Félagsmálastjóri greindi frá hugmyndum um að rýmka tekjumörk í reglum bæjarins um sérstakan húsnæðisstuðning. Samþykkt að fela félagsmálastjóra að koma með nánari útfærslu á næsta fundi nefndarinnar.

  3. Félagsstarf aldraðra, dagskrá og upplýsingar. Félagsmálastjóri kynnti dagskrá starfsins, mannahald og fyrirkomulag. Fyrirspurnir og umræður.

  4. Breytingar á samningum Strætó b.s. við verktaka í akstursþjónustu fatlaðs fólks kynntar. Greint frá að náðst hefði samkomulag um breytingar á samningi við verktaka þannig að unnt var að afstýra því að viðkomandi segði sig frá samningi.

  5. Önnur mál. Fyrirspurn um viðbrögð bæjarráðs við erindum fjölskyldunefndar til þess sbr. fundargerð síðasta fundar fjölskyldunefndar 22.6.2017, 5. og 7. tölulið.

    Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 28. september 2017 kl 17:00.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Magnús Margeirsson (sign), Kristín Jónsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?