Fara í efni

Fjölskyldunefnd

24. október 2017

417. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri við Nesveg, þriðjudaginn 24. október 2017 kl. 17:00 – 19:00

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. Auk þess sátu Ástríður Halldórsdóttir og Kristín Jónsdóttir félagsráðgjafar fundinn.

  1. Málavogin, Kristín Jónsdóttir félagsráðgjafi kynnti mælingu á fjölda barnaverndarmála pr.starfsmann skv. málavog Barnaverndarstofu.

  2. Félagslegar leiguíbúðir, staða og biðlisti. Félagsmálastjóri kynnt biðlista og stöðuna. Fjölskyldunefnd fól honum að ræða við fjármálastjóra í samræmi við umræður á fundinum.

  3. Trúnaðarmál. Bókað í trúnaðarmálabók, 1. mál.

  4. Tillaga frá Fjölsmiðjunni um hækkun starfsþjálfunarlauna nema í Fjölsmiðjunni, dags 9.10.17. Fjölskyldunefnd er sammála tillögum Fjölsmiðjunnar um hækkun nemalauna.

  5. Fjárhagsáætlun 2018. Áætlunin kynnt og farið yfir forsendur hennar.

Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 16. nóvember 2017 kl 17:00

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?