Fara í efni

Fjölskyldunefnd

16. nóvember 2017

418. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri við Nesveg, fimmtudaginn 16. nóvember 2017 kl. 17:00 – 18:15

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. Árni Ármann Árnason og Magnús Margeirsson boðuðu forföll.

  1. Umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi. Samþykkt að veita 150.000.- kr. í rekstrarstyrk.

  2. Umsókn um rekstrarstyrk frá Stígamótum. Samþykkt að veita 100.000.- kr. í rekstrarstyrk.

  3. Beiðni um styrk frá Kvennaráðgjöfinni. Samþykkt að veita 100.000.- kr í rekstrarstyrk.

  4. Beiðni frá Blindrafélaginu um styrk til viðhalds fasteignar félagsins að Hamrahlíð 17. Erindinu synjað.

  5. Félagslegar leiguíbúðir, færsla og úthlutun. Kynnt og staðfest flutningur milli íbúða og ein úthlutun. Farið yfir biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum.

  6. Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dags. 17. október s.l. lögð fram og kynnt. Fjölskyldunefnd hvetur til að reynt verði að koma foreldrarölti af stað aftur. Mælt er með að hugað verði að fræðslu fyrir foreldra um nýjar hættur varðandi vímugjafa.

  7. Fundargerð Samráðshóps SSH um velferðarmál dags. 16.11.17 lögð fram og kynnt. Fjölskyldunefnd lýsir sig sammála breytingum á aksturstíma ferðaþjónustunnar sem lagður er í til í 2. lið fundargerðarinnar, a og b lið, en mælir ekki með að taka þátt í c lið. Ákveðið að vísa erindinu til bæjarráðs ásamt fundargerðinni.

  8. Trúnaðarmál. Kynntar greinargerðir til úrskurðarnefndar velferðarmála.

Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 7. desember 2017 kl 17:00

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?