Fara í efni

Fjölskyldunefnd

25. janúar 2018

420. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri við Nesveg, fimmtudaginn 25. janúar 2018 kl. 17:00 – 18:50

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, Magnús Margeirsson og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. Áheyrnarfulltrúi frá Ungmennaráði, Thelma Sigurbergsdóttir, sat einnig fundinn undir liðum 1 til 4.

  1. Breytingar á reglum um félagslega heimaþjónustu og verklagsreglum. Breytingarnar kynntar. Tillögur að breytingum samþykktar og vísað til bæjarráðs/bæjarstjórnar.

  2. Félagsstarf aldraðra –aðstaða fyrir glerlist. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi í kjallara félagsheimilisins. Fjölskyldunefnd telur nauðsynlegt að gera úttekt á aðgengi að húsnæðinu með tilliti til fatlaða og eldri borgara í fyrirhugaðri aðstöðu og að úttekt verði gerð á brunavörnum áður en starfsemi hefst.

  3. Endurnýjun samnings við Rannsóknir og greiningu. Kynnt drög að nýjum samningi til fjögurra ára. Samþykkt að endurnýja samning við Rannsóknir og geiningu.

  4. Könnun á forsendum rekstrar á heimili fyrir börn og unglinga í sveitarfélögunum umhverfis Reykjavík. Sagt frá vinnu starfshóps um málið á vegum sveitarfélaganna í Kraganum.

  5. Trúnaðarmál. Yfirlit um mál afgreiðslufunda tímabilið 1.9.17 til 31.12.17 lá fyrir fundinum. Félagsmálastjóri svaraði fyrirspurnum.

  6. Trúnaðarmál. Trúnaðarmál 1. mál fært í trúnaðarmálabók.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Árni Á Árnason (sign), Magnús Margeirsson (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?