Fara í efni

Fjölskyldunefnd

08. ágúst 2018

425. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 8. ágúst 2018 kl. 17:00 – 18:45

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Sigurþóra Bergsdóttir. Snorri Aðalsteinsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Kristín Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi og Ástríður Halldórsdóttur félagsráðgjafi sátu einnig fundinn.

  1. Kjör varaformanns og ritara, Árni Ármann Árnason var kjörinn varaformaður og Ragnar Jónsson ritari. Nefndarmenn undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu dags 8.8.2018.

  2. Trúnaðarmál - barnavernd, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.

  3. Biðlisti eftir félagslegum íbúðum kynntur.

  4. Trúnaðarmál – úthlutun félagslegrar leiguíbúðar, fært í trúnaðarmálabók 2. mál.

  5. Útgjöld vegna þjónustukaupa í barnavernd. Nefndin kallar eftir greiningu á aukinni þörf sérfræðinga á sviðinu. Út frá þarfagreiningunni leggur nefndin áherslu á að ráðnir verði inn sérmenntaðir starfsmenn til að sinna barnaverndarstarfi inni á heimilum.

  6. Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum. Kynnt bréf Jafnréttisstofu dags.29.05.2018 þar sem sveitarfélögin eru upplýst um þær.

  7. Aðgerðir til að endurvekja traust og trúnað í málaflokki barnaverndar á Íslandi. Bréf velferðarráðuneytisins, dags 1. júní 2018 kynnt.

  8. Ný og breytt ákvæði um notendaráð á grundvelli laga sem taka gildi þann 1. október 2018. Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga 18. júní lagt fram og kynnt.

  9. Sameiginleg akstursþjónusta fyrir fatlað fólk og aldraða á höfuðborgarsvæðinu. Samningar við verktaka rennur út í árslok 2019 og taka þarf ákvörðun um framhald þjónustunnar. Fyrir liggur úttekt Alta um þjónustuna. Í minnisblaði framkvæmdastjóra SSH til Samráðshóps félagsmálastjóra kemur fram að ljúka þurfi úrvinnslu á álitamálum og verkefnum sem fram hafa komið í samantekt framkvæmdastjórans. Lagt er til í tillögum hans að sveitarfélögin ráði sem fyrst verkefnastjóra til að greina gögn og samræma og stýra vinnu þeirra aðila sem þurfa að koma að verkinu. Kostnaður Seltjarnarnesbæjar í verkefninu er tæp 3% af heildarkostnaði eða um 200.000.- kr.

  10. Sala matar til eldra fólks í mötuneytum og heimsendur matar. Verðlagning og gæði – umræða. Rætt um endurskoðun gjaldskrár. Félagsmálastjóra falið að gera úttekt á þessari þjónustu.

  11. Fjölskyldunefnd leggur áherslu á breytta samsetningu félagslegra íbúða og farið verði í að fjölga félagslegum íbúðum.

  12. Önnur mál. Halldóra Sanko óskaði eftir að rætti yrði á næsta fundi. A. Hver er staðan á byggingu íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. B. Staða starfsmannamála á Sæbraut. Sigurþóra óskar eftir að Skýrsla umboðsmanns Alþingis um félagsleg húsnæðismál verði rædd á næsta fundi.

  13. Næsti fundur 5. september kl. 17:00

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Sjöfn Þórðardóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?