Fara í efni

Fjölskyldunefnd

09. apríl 2019

432. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 9. apríl 2019 kl. 17:00 – 18:15

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir, Ragnar Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri sat fundinn og ritaði fundargerð. Ragna Sigríður Reynisdóttir félagsráðgjafi sat einnig fundinn undir 1. og 2. lið.

 

  1. Opin mál í barnavernd – kynnt yfirlit yfir fjölda opinna barnaverndarmála og úrræði í málum. Sjá trúnaðarmálabók 1. mál.

  2. Trúnaðarmál – barnavernd. Sjá trúnaðarmálabók 2. mál.

  3. Móttaka flóttamanna. Bréf félagsmálaráðuneytisins dags 18.01.19 lagt fram til kynningar. Bæjarráð hefur samþykkt að taka á móti 5 flóttamönnum.

  4. Erindi Jafnréttisstofu varðandi afhendingu nýrrar jafnréttisáætlunar. Félagsmálastjóra falið að hefja undirbúning endurskoðunar jafnréttisáætlunar.

  5. Fundargerð Öldungaráðs dags. 6.3.19 lögð fram til kynningar.

  6. Staða í málum sameiginlegrar akstursþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu en unnið er að samkomulagi um greiðsluskiptingu milli sveitarfélaganna.

  7. Önnur mál. Fjölskyldunefnd beinir því til bæjarstjórnar að gerð verði úttekt á því hvernig hægt verði að taka betur á móti fjölskyldum af erlendum uppruna.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15             

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Sjöfn Þórðardóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?