Fara í efni

Fjölskyldunefnd

20. ágúst 2019

434. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, þriðjudaginn 20. ágúst 2019 kl. 17:00 – 18:46

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnar Jónsson, og Sigurþóra Bergsdóttir. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri sat fundinn og ritaði fundargerð. Ragna Sigríður Reynisdóttir og Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafar sátu einnig fundinn ásamt Halldóru Jóhannesdóttur Sanko deildarstjóra.

  1. Kynntar breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð hjá Seltjarnarnesbæ. Árni Þórólfur Árnason lögmaður mætti á fundinn og kynnti breytingarnar. Starfsfólk sviðsins heldur áfram að vinna í reglunum milli funda fjölskyldunefndar og leggur fram endanlegar tillögur fyrir næsta fund.

  2. Svör félagsmálastjóra við fyrirspurnum frá formanni og varaformanni fjölskyldunefndar um mikla framúrkeyrslu í rekstrarútgjöldum vegna vistunar í barnavernd og búsetuúrræðum fatlaðs fólks kynnt.

  3. Erindi félagsmálastjóra til bæjarráðs um auknar fjárheimildir vegna útgjalda í barnavernd kynnt.

  4. Tillögur um breytingar á búsetuþjónustu við fatlaðan einstakling kynntar. Halldóra J Sanko gerði grein fyrir málinu.

  5. Trúnaðarmál - Húsnæðismál einstaklings.Fært í trúnaðarmálabók.

  6. Umsókn um vistheimili v neyðarúrræða í barnavernd. Fært í trúnaðarmálabók.

  7. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

  8. Önnur mál. Næsti fundur 12.9.2019

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:46

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Sigrún Edda Jónsdóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason, Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?