Fara í efni

Fjölskyldunefnd

17. október 2019

437. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, fimmtudaginn 17. október 2019 kl. 17:00 – 17:50

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sjöfn Þórðardóttir, Ragnar Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri sat fundinn og ritaði fundargerð. Ragna Sigríður Reynisdóttir deildarstjóri barnaverndar, Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi og Halldóra Jóhannesdóttir Sankó þroskaþjálfi sátu einnig fundinn. Árni Ármann Árnason boðaði forföll.

 1. Barnavernd trúnaðarmál.

 2. Barnavernd trúnaðarmál.

 3. Barnavernd – umsókn v. fósturfjölskyldu, trúnaðarmál.

 4. Umsóknir um styrki til fjölskyldunefndar frá félagasamtökum og styrktarfélögum.:

  a. Kvennaráðgjöfin, beiðni um styrk, fjölskyldunefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.

  b. Klúbburinn Geysir, styrkumsókn, fjölskyldunefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.

  c. Saman-hópurinn, beiðni um fjárstuðning, fjölskyldunefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.

  d. Bergið, samtök um stuðningssetur fyrir ungt fólk, beiðni um fjárstuðning. fjölskyldunefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.

  e. Sjálfsbjörg höfuðborgarsvæðinu. fjölskyldunefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.

 5. Fundargerð Öldungaráðs dags 1.10.2019 lögð fram til kynningar.

 6. Fjárhagsáætlun 2020 - tillögur. Tillögurnar kynntar. Fjölskyldunefnd leggur áherslu á að tillögurnar endurspegli raunkostnað við þjónustu.

 7. Önnur mál. Halldóra Sanko sagði frá endurhæfingu í heimahúsum fyrir þá sem eru að sækja um heimahjúkrun. Verkefnið miðar að því að styðja við sjálfstæði fólks við að sinna athöfnum daglegs lífs og gera því kleift að vera í virkri samfélagsþátttöku. Verkefnið er á vegum heimahjúkrunar Reykjavíkur en Seltjarnarnesbæ stendur til boða að taka þátt í því. Boðinn er samningur án kostnaðar fram til áramóta um þátttöku í verkefninu. Samþykkt að fela starfsmönnum að vinna áfram að verkefninu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Sjöfn Þórðardóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?