Fara í efni

Fjölskyldunefnd

21. janúar 2020

440. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, þriðjudaginn 21. janúar 2020 kl. 17:00 – 18:17

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Ragnar Jónsson. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri sat fundinn og ritaði fundargerð. Ragna Sigríður Reynisdóttir deildarstjóri barnaverndar, Halldóra Jóhannesdóttir Sankó þroskaþjálfi og Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi sátu einnig fundinn.

Á fundinn mættu einnig Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH og Þórdís Linda Guðmundsdóttir og kynntu gögn varðandi akstursþjónustu fatlaðs fólks sbr. 1. tl. fundargerðarinnar.

  1. Akstursþjónusta fatlaðs fólks. Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Kynnt drög að sameiginlegum reglum fatlaðra grunnskólabarna og viðauki við þjónustulýsingu. Drög að semeiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks, þjónustulýsing, drög að sameginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, sameiginlegar reglur. Á fundinn mættu Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH og Þórdís Linda Guðmundsdóttir frá skrifstofu Velferðarsviðs Reykjavíkur og fulltrúi í undirbúningsnefnd um framhald þjónustunnar. Þau kynntu stöðu málsins. Samþykkt að vísa erindinu til bæjarráðs.

  2. Barnavernd - 3 mál, færð í trúnaðarmálabók.

  3. Erindi umboðsmanns Alþingis lagt fram. (trúnaðarmál)

  4. Trúnaðarmál. Yfirlit yfir afgreiðslur trúnaðarmálafunda 1.9.19 til 31.12.19 lagt fram til kynningar.

  5. Reglur um skammtímadvöl fyrir fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Tillögur samráðshóps um þjónustu við fatlað fólk á vegum SSH kynntar. Fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar og vísað til bæjarráðs.

  6. Endurskoðun grunnupphæða fjárhagsaðstoðar skv. reglum um fjárhagsaðstoð hjá Seltjarnarnesbæjar. Grunnfjárhæð aðstoðar fyrir einstaklinga verður 187.319.- kr á mánuði og 299.720.- kr.hjá hjónum/sambýlisfólki. Gildir frá 1.2.2020. Hækkunin er í samræmi við hækkun neysluverðsvísitölu síðasta ár.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:17

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Sigrún Edda Jónsdóttir (sign), Sjöfn Þórðardóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?