Fara í efni

Fjölskyldunefnd

20. október 2020

446. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 20. október 2020, kl. 17:00 sem fjarfundur í Microsoft TEAMS. 

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Ragnar Jónsson. Halldóra Jóhannesdóttir Sankó deildarstjóri stoð- og stuðningsþjónustu, Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi, Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir verkefnastjóri móttöku flóttafólks og Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu einnig fundinn. 

Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson 

  1. Barnavernd, vistun utan heimilis -málsnr. 2020080067.
    Fært í trúnaðarmálabók. 

  2. Bréf frá Barnaverndarstofu -málsnr. 2018120193.
    Fært í trúnaðarmálabók. 

  3. Barnavernd, beiðni um undanþágu v. stuðningsfjölskyldu -málsnr. 2019030059 og málsnr. 2019100122.
    Fjölskyldunefnd samþykkir beiðni um undanþágu v. stuðningsfjölskyldu með fyrirvara um úttekt á heimili og öðrum skilyrðum sem þarf að uppfylla skv. reglugerð. 

  4. Kvörtun vegna málsmeðferðar barnaverndarmáls -málsnr. 2020100014.
    Fjölskyldunefnd frestar meðferð málsins. 

  5. Félagsleg heimaþjónusta -málsnr. 2020090211.
    Fjölskyldunefnd óskar eftir umsögn Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar um málið. 

  6. Gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk -málsnr. 2020100116.
    Lagt fram til kynningar. 

  7. Móttaka kvótaflóttafólks frá Kenía -málsnr. 2019010411.
    Skýrsla um verkefnið var lögð fram til kynningar. Fjölskyldunefnd þakkar fyrir greinargóða skýrslu. 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 18:27.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.) 
Árni Ármann Árnason (sign.) 
Sjöfn Þórðardóttir (sign.) 

Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)
Ragnar Jónsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?