Fara í efni

Fjölskyldunefnd

16. febrúar 2021

449. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 16. febrúar 2021, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2 og sem fjarfundur í Microsoft TEAMS. 

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir, Ragnar Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir. Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi, Halldóra Jóhannesdóttir Sankó deildarstjóri stoð- og stuðningsþjónustu, Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir verkefnastjóri og Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu einnig fundinn. 

Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Fundartími fjölskyldunefndar árið 2021 -málsnr. 2020120215.
    Fjölskyldunefnd staðfesti fundartíma fyrir árið 2021. 

  2. Fjárhagsaðstoð Seltjarnarnesbæjar 2021 -málsnr. 2021020062.
    Fjölskyldunefnd staðfesti ný greiðsluviðmið fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2021. 

  3. Reglur um styrkjaúthlutun fjölskyldunefndar -málsnr. 2021020088.
    Lagt fram til kynningar og umræðu. 

  4. Heilsuefling aldraðra -málsnr. 2021020036.
    Lagt fram til kynningar. 

  5. Kröfulýsing fyrir íbúðakjarna fyrir fatlað fólk -málsnr. 2021010211.
     Lagt fram til kynningar. 

  6. Umsókn um endurnýjun starfsleyfis til stuðningsfjölskyldu -málsnr. 2021010267.
    Fjölskyldunefnd hefur farið yfir og kynnt sér umsögn barnaverndar. Fjölskyldunefnd samþykkir endurnýjun leyfis stuðningsfjölskyldu til starfa að uppfylltum ákvæðum sem fram koma í VI. kafla reglugerðar nr. 652/2004. 

  7. Athugasemdir Barnaverndarstofu við málsmeðferð hjá fjölskyldusviði Seltjarnarnesbæjar -málsnr. 2019030057.
    Lagt fram til kynningar. 


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 09:20.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Árni Ármann Árnason (sign.)
Sjöfn Þórðardóttir (sign.)
Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)
Ragnar Jónsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?