Fara í efni

Fjölskyldunefnd

18. maí 2021

452. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 18. maí 2021, kl. 08:00 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir og Sigurþóra Bergsdóttir. Halldóra Jóhannesdóttir Sankó deildarstjóri stoð- og stuðningsþjónustu, Ragna Sigríður Reynisdóttir deildarstjóri barnaverndar, Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi og Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu einnig fundinn.

Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarnadi stuðningsþarfir -málsnr. 2021050124.
    HJS kynnti drög að reglunum og svaraði spurningum. Fjölskyldunefnd gerir ekki athugasemdir við reglurnar og vísar þeim til notendaráðs fyrir fatlað fólk til umsagnar og til bæjarráðs til staðfestingar.

  2. Krafa um afléttingu á nafnleynd -málsnr. 2021040311.
    Fjölskyldunefnd hafnar kröfu um afléttingu nafnleyndar. 

  3. Erindi til Fjölskyldunefndar Seltj.nesbæjar v. synjunar á fjárhagsaðstoð -málsnr. 2021040010.
    Fjölskyldunefnd staðfestir synjun fjárhagsaðstoðar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 09:02.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Árni Ármann Árnason (sign.)
Sjöfn Þórðardóttir (sign.)
Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?