Fara í efni

Fjölskyldunefnd

20. febrúar 2020

441. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, þriðjudaginn 18. febrúar 2020 kl. 17:00 – 18:28

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Ragnar Jónsson. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri sat fundinn og ritaði fundargerð. Ragna Sigríður Reynisdóttir deildarstjóri barnaverndar, Halldóra Jóhannesdóttir Sankó þroskaþjálfi og Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi sátu einnig fundinn.

  1. Barnavernd 3 mál, færð í trúnaðarmálabók.

  2. Fundargerð áfengis- og vímuvarnarhóps, dags. 11.2.20 lögð fram og rædd.

  3. Erindi frá Viðey, dagdvöl Hrafnistuheimilisins í Laugarási v aksturs dags 11.2.20. Starfsmönnum falið að semja um málið við Hrafnistu.

  4. Umsókn til NWC - Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar um aðstoð við innleiðingu á velferðartækni – með sérstaka áherslu á „distance spanning solutions“. Garðabær, Hafnafjörður, Kópavogur, Mosfellsbær og Seltjarnarnes ætla að sækja um saman og er vinna við umsóknina farin af stað. Umsókn þarf að skila fyrir 28. febrúar og verður verkefnið samþætt og samræmt hjá SSH. Samþykkt að taka þátt í verkefninu.

  5. Greint frá kynningarferð velferðartæknihópsins á vegum SSH til Osló.

  6. Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir. Halldóra Jóhannesdóttir Sanko kynnti reglurnar. Frestað til næsta fundar.

  7. Stöðumat samráðshóps VMST og sveitarfélaganna um umsóknir um vinnuúrræði. Skýrslan kynnt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:28

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Sjöfn Þórðardóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?