Fara í efni

Fjölskyldunefnd

16. nóvember 2021

455. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 16. nóvember 2021, kl. 08:00 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir. Jóhanna Ósk Ó. Ásgerðardóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi og Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu einnig fundinn.

Árni Á. Árnason og Ragnar Jónsson boðuðu forföll.

Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

 1. Beiðni um afgreiðslu úthlutunar í sérstakt húsnæðisúrræði  -málsnr. 2021110101.
  Lagt fram. Fjölskyldunefnd felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að svara erindinu.

 2. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi  -málsnr. 2021110104.
  Afgreiðslu málsins var frestað.

 3. Umdæmisráð barnaverndar höfuðborgarsvæðisins  -málsnr. 2021110102.
  Minnisblað frá SSH, dags. 27.10.2021, var lagt fram til umræðu.
  Fjölskyldunefnd Seltjarnarnesbæjar tekur jákvætt í að stofnað verði umdæmisráð barnaverndar fyrir höfuðborgarsvæðið, með hliðsjón af þeim hugmyndum sem fram koma í umræddu minnisblaði.

 4. Félagslegt húsnæði - greinargerð  -málsnr. 2021110103.
  Sviðsstjóri fölskyldusviðs fór yfir stöðu í málaflokknum.

 5. Umsókn um rekstararstyrk fyrir árið 2022  -málsnr. 2021110089.
  Fjölskyldunefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 70.000 vegna umsóknarinnar.

 6. Beiðni um framlag til starfsemi  -málsnr. 2021110108.
  Fjölskyldunefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 70.000,- vegna umsóknarinnar.

 7. Styrkumsókn  -málsnr. 2021060131.
  Fjölskyldunefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 70.000,- vegna umsóknarinnar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 09:10.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Sjöfn Þórðardóttir (sign.)
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)
Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?