Fara í efni

Fjölskyldunefnd

464. fundur 17. janúar 2023

464. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 17. janúar 2022, kl. 08:15 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.

Fundinn sátu: Hildigunnur Gunnarsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir, Hákon Jónsson, Sigurþóra Bergsdóttir og Björg Þorsteinsdóttir. Hanna Kristín Hannesdóttir yfirfélagsráðgjafi, Ragna Sigríður Reynisdóttir deildarstjóri félagsþjónustu og barnaverndar, Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir umsjónarkona málefna fatlaðs fólks á Seltjarnarnesi og Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu einnig fundinn.

Fundi stýrði: Hildigunnur Gunnarsdóttir
Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson sviðsstjóri

Dagskrá:

1. 2023010178 - Erindisbréf fjöskyldunefndar - tillaga að breytingum.
Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu að breytingu á enrindisbréfi nefndarinnar og vísar til bæjarráðs til staðfestingar.

Hanna Kristín Hannesdóttir og Ragna Sigríður Reynisdóttir komu til fundar kl. 08:30.

2. 2023010179 - Samþykkt Seltjarnarnesbæjar um barnaverndarþjónustu.
Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu að samþykkt fyrir barnaverndarþjónustu Seltjarnarnesbæjar, með fyrirvara um að Seltjarnarnesbær fái undanþágu til að halda úti þjónustunni á eigin vegum.


3. 2022110098 - Undanþága frá skilyrðum um lágmarksíbúafölda vegna barnaverndaþjónustu.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir framvindu og stöðu málsins.

Hanna Kristín Hannesdóttir og Ragna Sigríður Reynisdóttir viku af fundi og Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir kom til fundar kl. 08:50.

4. 2023010195 - Íbúðakjarni að Kirkjubraut 20 - úthlutun íbúða.
Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir gerði grein fyrir fundi úthlutunarteymis og úthlutun íbúða að Kirkjubraut 20.

5. 2022110154 - Enduskoðun stefnu Seltjarnarnesbæjar í málefnum fatlaðs fólks.
Fjölskyldunefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að endurskoðaðri stefnu Seltjarnarnesbæjar í málefnum fatlaðs fólks og vísar henni til notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks til umsagnar.

Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir vék af fundi kl. 9:10.

6. 2022100122 - Sérstakur tómstundastyrkur.
Tillaga að bréfi til starfsfólks fjölskyldusviðs Seltjarnarnesbæjar og Íþróttafélagsins Gróttu var lagt fram til kynningar.

Fjölskyldunefnd samþykkir útsendingu bréfsins.

7. 2022080045 - Endurskoðun forvarnastefnu Seltjarnarnesbæjar.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir vinnu starfshóps og framvindu málsins.

8. 2023010190 - Fundartími fjölskyldunefndar árið 2023.
Fjölskyldunefnd samþykkir eftirfarandi fundartíma fyrir árið 2023:
17. janúar, 21. febrúar, 21. mars, 18. apríl, 16. maí, 22. ágúst, 17. október, 21. nóvember og 12. desember.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi var slitið kl. 09:35. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?