Fara í efni

Fjölskyldunefnd

465. fundur 21. mars 2023

465. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 21. mars 2023, kl. 08:15 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.

Mættir: Hildigunnur Gunnarsdóttir, Dagbjört S. Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Björg Þorsteinsdóttir. Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat einnig fundinn.
Fundi stýrði: Hildigunnur Gunnarsdóttir
Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson

Dagskrá:

1. 2023030128 - Fjölgun NPA samninga á árinu 2023
Bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu vegna fjölgunar NPA samninga á árinu 2023, dags. 23.02.2023, var lagt fram til kynningar.

Bókun:
Fjölskyldunefnd Seltjarnarness leggur áherslu á að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið standi við gefnar skuldbindingar um þátttöku í nýjum samningum um notendastýrða persónulega aðstoð og að gerð verklagsreglna, sem upplýst er um í bréfinu, verði lokið sem fyrst til að eyða óvissu.

2. 2023010179 - Þjónustusamningur vegna íbúðakjarna að Kirkjubraut 20
Samningur Seltjarnarnesbæjar við Ás styrktarfélag var lagður fram til kynningar.

3. 2022080045 - Endurskoðun forvarnastefnu Seltjarnarnesbæjar
Sviðsstjóri gerði grein fyrir vinnu starfshóps og framvindu verkefnisins.

Fjölskyldunefnd lýsir ánægju sinni með störf hópsins og stöðu verkefnisins.

4. 2023030141 - Íbúðakjarni að Kirkjubraut 20 - vettvangsheimsókn fjölskyldunefndar
Fulltrúar fjölskyldunefndar fóru í vettvangsheimsókn í íbúðakjarnann að Kirkjubraut 20.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 09:35.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?