Fara í efni

Fjölskyldunefnd

470. fundur 16. janúar 2024

470. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 16. janúar 2024, kl. 08:15 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.

Fundinn sátu: Hildigunnur Gunnarsdóttir (formaður), Dagbjört S. Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Sigurþóra Bergsdóttir og Björg Þorsteinsdóttir.

Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.

Gestir: Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir, umsjónarþroskaþjálfi málefna fatlaðs fólks tók þátt í fundinum undir 2.-5. dagskrárlið og Ása Kristín Einarsdóttir verkefnastjóri forvarna- og frísundastarfs tók þátt í fundinum undir 6. dagskárlið.

Dagskrá:

1. 2023120227 - Fundartími fjölskyldunefndar 2024.

Fjölskyldunefnd staðfesti eftirfarandi fundartíma fyrir árið 2024: 16. janúar, 19. mars, 16. apríl, 21. maí, 20. ágúst, 15. október og 19. nóvember.

Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir kom til fundar kl. 08:20.

2. 2023120229 - Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk.

Lagt fram.

3. 2024010229 - Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.

Fjölskyldunefnd staðfestir endurskoðaðar reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra og vísar til bæjarráðs.

4. 2024010231 - Reglur um félagslega heimaþjónustu hjá Seltjarnarnesbæ.

Fjölskyldunefnd samþykkir endurskoðun á reglum um félagslega heimaþjónsustu.

5. 2023100099 - Uppbyggingaráætlun í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk á Seltjarnarnesi.

Fjölskyldunefnd samþykkir að stofna skuli vinnuhóp um gerð uppbyggingaráætlunar í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk á Seltjarnarnesi.

Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir vék af fundi og Ása Kristín Einarsdóttir kom til fundar kl. 09:30.

6. 2022080045 - Forvarnastarf og endurgerð forvarnastefnu Seltjarnarnesbæjar.

Ása Kristín Einarsdóttir kynnti drög að endurskoðaðri forvarnastefnu Seltjarnarnesbæjar.

Sigurþóra Bergsdóttir vék af fundi kl. 09:55.

Ása Kristín Einarsdóttir vék af fundi kl. 10:00.

7. 2023110140 - Félagslegt leiguhúsnæði – staða og biðlistar.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir félagslegu leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins og biðlista.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?