478. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 13. maí 2025, kl. 08:15 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.
Fundinn sátu: Hildigunnur Gunnarsdóttir (formaður), Dagbjört S. Oddsdóttir, Hákon Jónsson, og Björg Þorsteinsdóttir.
Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.
Gestur: Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnarstjóri farsældarráðs höfuðborgarsvæðisins, Hanna Kristín Hannesdóttir, yfirfélagsráðgjafi, Jóhanna Ó. Ásgerðardóttir, umsjónarkona málefna fatlaðs fólks, Ragna S. Reynisdóttir, deildarstjóri félagsþjónustu og barnaverndar, Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir, sérfræðingur á fjölskyldusviði, sátu fundinn undir 1. dagskrárlið. Jóhanna sat fundinn einnig undir 2., 3. og 4. dagskrárlið. Guðrún Björg Karlsdóttir sat fundinn undir 6. dagskrárlið.
Dagskrá:
1. 2025050056 - Farsældarráð höfuðborgarsvæðisins.
Hanna Borg Jónsdóttir verkefnarstjóri farsældarráðs höfuðborgarsvæðisins kynnti farsældarráðið og verkefni þess.
Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnarstjóri farsældarráðs höfuðborgarsvæðisins, Hanna Kristín Hannesdóttir, yfirfélagsráðgjafi, Jóhanna Ó. Ásgerðardóttir, umsjónarkona málefna fatlaðs fólks, Ragna S. Reynisdóttir, deildarstjóri félagsþjónustu og barnaverndar, Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir, viku af fundi kl. 08:45.
2. 2025040044 - Reglur Seltjarnarnesbæjar um notendasamninga.
Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu að reglum Seltjarnarnesbæjar um notendasamninga með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
3. 2025040046 - Reglur Seltjarnarnesbæjar um stuðningsfjölskyldur.
Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu að reglum Seltjarnarnesbæjar um stuðningsfjölskyldur með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
4. 2025040047 - Reglur Seltjarnarnesbæjar um akstursþjónustu.
Lagt fram til kynningar.
Jóhanna Ó. Ásgerðardóttir vék af fundi kl. 09:11.
5. 2025040010 - Rannsókn og greining, nýr samstarfssamningur.
Fjölskyldunefnd samþykkir áframhaldandi samstarf við Rannsókn og greiningu og felur sviðsstjóra
gerð nýs samstarfssamnings.
Guðrún Björg Karlsdóttir kom til fundar kl. 09:35.
6. 2023110101 - Stefna í málefnum eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi.
Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu að stefnu í málefnum eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi og vísar til bæjarstjórnar.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 9:55.