480. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 19. ágúst 2025, kl. 08:15 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.
Fundinn sátu: Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (varaformaður), Svana Helen Björnsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir og Halla Helgadóttir.
Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.
Gestir: Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs, sem sat fundinn undir 1. og 2. dagskrárlið og Jóhanna Ó. Ásgerðardóttir, umsjónarmaður málefna fatlaðs fólks sat fundinn undir 6. og 7. dagskrárlið.
Dagskrá:
1. 2025060062 SSH - Samstarf um forvarnir og geðrækt unglinga á höfuðborgarsvæðinu.
Sólveig Hlín Kristjánsdóttir kynnti samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um forvarnir og geðrækt unglinga. Fjölskyldunefnd mælist til áframhaldandi þátttöku Seltjarnarnesbæjar í verkefninu og eftirfylgni í formi aðgerða.
2. 2025080129 - Virkniþing fyrir eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi.
Sólveig Hlín Kristjánsdóttir kynnti virkniþing fyrir eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi sem fyrirhugað er að halda 17. september 2025.
Sólveig Hlín Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 8:40.
3. 2025070050 - Samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis.
Lagt fram til kynningar.
4. 2025070052 - Signs of Safety.
Lagt fram til kynningar.
5. 2025070055 - Umsókn um styrk í þágu farsældar barna.
Lagt fram til kynningar.
Jóhanna Ó. Ásgerðardóttir kom til fundar kl. 09:25.
6. 2025080128 - Umfjöllun um málefni Bjargs.
Sviðsstjóri og umsjónarmaður málefna fatlaðs fólks reifuðu umfjöllun um málefni Bjargs og stöðu heimilisins.
7. 2025080127 - Félagslegar leiguíbúðir – breyting á eignasafni.
Sviðsstjóri og umsjónarmaður fóru yfir breytingar á eignasafni félagslegra leiguíbúða Seltjarnarnesbæjar.
Jóhanna Ó. Ásgerðardóttir vék af fundi kl. 09:50.
8. 2024120221 - Undanþága frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir umleitunum Seltjarnarnesbæjar um samstarf við önnur sveitarfélög til að skilyrðum um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu verði náð.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 10:10.