481. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 14. október 2025, kl. 08:15 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.
Fundinn sátu: Hildigunnur Gunnarsdóttir (formaður), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir og Halla Helgadóttir.
Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.
Dagskrá:
1. 2025080129 Virkniþing fyrir eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi.
Formaður nefndarinnar og sviðsstjóri fölskyldusviðs greindu frá virkniþingi fyrir eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi sem haldið var 17. sept. sl. í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju.
2. 2025100074 Sameiginlegur fundur velferðarráða á höfuðborgarsvæðinu.
Sviðsstjóri fölskyldusviðs greindi frá sameiginlegum fundi velferðarráða á höfuðborgarsvæðinu sem haldinn skal þann 7. nóvember kl. 9:00 – 12:00 í Hlégarði í Mosfellsbæ.
3. 2025070055 Umsókn um styrk í þágu farsældar barna.
Sviðsstjóri fölskyldusviðs greindi frá styrkveitingu til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Fjölskyldunefnd lýsir yfir ánægju sinni með styrkveitinguna.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 08:55.