Fara í efni

Fjölskyldunefnd

323. fundur 20. september 2006

323. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 20. september 2006 kl. 17:00 – 19:10

Mættir: Berglind Magnúsdóttir, Magnús Margeirsson, Edda Kjartansdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.

1.            Trúnaðarmál.

1.1         Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál

1.2         Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 2. mál

1.3         Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 3. mál

1.4         Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 4. mál

2.             Fundargerð þjónustuhóps aldraðra dags. 4. september 2006 lögð fram. Rætt um gerð vistunarmata og aukna samvinnu félagsþjónustu og heilsugæslu við gerð þeirra. Liðlega 40 manns mættu á fræðsludag fyrir aldraða, 19.9.06, sem haldinn var hér á Seltjarnarnesi að frumkvæði heilsugæslustöðvarinnar í samvinnu við félagsþjónustu Seltjarnarness.

3.             Lagt fram bréf frá notanda heimilisþjónustu vegna ágalla á veittri þjónustu. Samþykkt að gert verði átak í að unnið verði skv. nýlega settum verklagsreglum um félagslega heimaþjónustu. Gerð verði úttekt á stöðu heimaþjónustu eftir 3 mánuði. Félagsmálastjóra falið að svara bréfinu.

4.             Ferðaþjónusta aldraðra. Rædd ákvæði í núverandi reglum um ferðaþjónustu fatlaðra sem lúta að öldruðum. Félagsmálastjóra falið að koma með tillögur að breytingum á reglum sem feli í sér rýmkun á heimildum aldraðra til þess að nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra.

5.             Lagt fram erindi vegna sölu íbúðar á Skólabraut 3-5. Félagsmálaráð telur brýnt að lokið verði gerð eignaskiptasamnings fyrir Skólabraut 3-5. Sá sem annast gerð samningsins fái frest til 1. nóvember að ljúka honum. Einnig þarf að endurskoða reglur um sölu íbúða. Forkaupsréttarákvæði verði miðuð við 3 mánuði frá því að íbúð er boðin til sölu. Gefnar verði út leiðbeiningar til seljenda.

6.             Lögð fram beiðni um styrk frá Vímulausri æsku vegna útgáfu forvarnar- og upplýsingabæklings í tilefni af 20 ára afmæli samtakanna. Samþykkt að styrkja um 50.000.- kr.

7.             Beiðni um styrk frá R.K.Í. vegna landssöfununarinnar ”Göngum til góðs”. Félagsmálastjóra falið að kanna erindið nánar.   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10

Berglind Magnúsdóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Edda Kjartansdóttir (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?