Fara í efni

Fjölskyldunefnd

332. fundur 24. maí 2007

332. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 24. maí 2007 kl. 17:00 – 18:20

Mættir: Berglind Magnúsdóttir, Magnús Margeirsson, Edda Kjartansdóttir, Ragnar Jónsson og Snorri Aðalsteinsson.

  1. Trúnaðarmál.
    1.1         Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál
    1.2         Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 2. mál

  2. Fundargerð þjónustuhóps aldraðra dags. 7. maí 2007 lögð fram.

  3. Erindisbréf fyrir félagsmálaráð Seltjarnarness lagt fram. Félagsmálaráð gerir þær athugasemdir við bréfið að ráðið fer ekki með verkefni jafnréttisnefndar og daggæsla í heimahúsum hefur verið færð til skólanefndar. Koma þarf fram í erindisbréfinu hvernig standa skal að skipan í félagsmálaráð sem einnig fer með verkefni barnaverndarnefndar, sbr. 1. mgr.. 11. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002

  4. Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir dags. 7. maí 2007 lögð fram. Samþykkt að vísa fundargerðinni til bæjarstjórnar.

  5. Ræddar breytingar í öldrunarþjónustu með haustinu.

  6. Starfsmannahald félagsþjónustu. Félagsmálaráð telur mikilvægt að starf unglingaráðgjafa/félagsráðgjafa haldi áfram en starfið er tilraunaverkefni til eins árs frá 1.11.06. Félagsmálastjóra falið að rita bréf til fjárhags- og launanefndar vegna þessa.

  7. Önnur mál. Félagsmálaráð lýsir yfir áhyggjum sínum vegna húsnæðis í bæjarfélaginu sem er í niðurníðslu og til stendur að rífa. Slæm umgengni er í og við þessi hús og ónæði frá þeim gagnvart nágrönnum.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20

Berglind Magnúsdóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Edda Kjartansdóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?