Fara í efni

Fjölskyldunefnd

334. fundur 23. ágúst 2007

334. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 23. ágúst 2007 kl. 17:00 – 18:30

Mættir: Berglind Magnúsdóttir, Magnús Margeirsson, Edda Kjartansdóttir, Ragnar Jónsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.

 1. Trúnaðarmál.
  1.1 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál

 2. Umsóknir um starf deildarstjóra í öldrunarþjónustu kynntar og ræddar. Félagsmálaráð samþykkir að ráða Önnu Kristínu Guðmannsdóttur og felur félagsmálastjóra að ganga frá ráðningu.

 3. Fundargerð þjónustuhóps aldraða, dags. 2. júlí 2007 lögð fram.

 4. Lagt fram erindi öldrunarfulltrúa þar sem farið er fram á að keyptur verði bræðsluofn fyrir leir í félagsstarfi aldraðra. Félagsmálaráð mælir eindregið með erindinu og vísar því til fjárhags- og launanefndar.

 5. Lögð fram beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um greiðslu framlags vegna fatlaðra barna í sumarvistun í Reykjadal. Samþykkt að greiða umbeðið framlag.

 6. Önnur mál
 • Félagsmálaráð harmar þann seinagang sem er á viðhaldsframkvæmdum á Skólabraut 3 – 5 og lýsir miklum vonbrigðum með að sumarið hafi ekki verið notað til viðhalds eins og gefin höfðu verið fyrirheit um. Félagsmálastjóra falið að rita tækni- og umhverfissviði bréf vegna þessa.

 • Rædd kjaramál leiðbeinenda í félagsstarfi. Endurmat á starfsmati liggur ekki fyrir en von er á því í næsta mánuði.

 • Bygging hjúkrunarheimilis á Lýsislóð. Fyrirspurn frá fulltrúa í félagsmálaráði hvað væri að gerast í málinu. Berglind gerði grein fyrir því sem gerst hefur á fundum starfshóps um fyrirhugaða byggingu hjúkrunarheimilis við Grandaveg.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Berglind Magnúsdóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Edda Kjartansdóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign).Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?