Fara í efni

Fjölskyldunefnd

339. fundur 17. janúar 2008

339. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 17. janúar 2008 kl. 17:00 – 19:10

Mættir: Berglind Magnúsdóttir, Magnús Margeirsson, Edda Kjartansdóttir, Pétur Árni Jónsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.

 1. 1.            Trúnaðarmál.
  1.1         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál
  1.2         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál
  1.3         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál
  1.4         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 4. mál

 2. Tillögur um hækkun á viðmiðunarmörkum fjárhagsaðstoðar lagðar fram.  Tillögurnar samþykktar.

 3. Erindi frá ÓB ráðgjöf varðandi foreldrafærninámskeið kynnt.

 4. Kynnt var skýrsla félagsmálaráðuneytis og barnaverndarstofu “Stefnumarkandi áætlun 2007-2010”, en samkvæmt barnaverndarlögum ber félagsmálaráðuneytið ábyrgð á stefnumótun í barnavernd. Helstu áherslumál sem fram koma í skýrslunni eru aðgerðir til eflingar barnaverndarstarfi á vegum félagsmálaráðuneytis og barnaverndarstofu. Sérstaklega verði kannað álag í barnaverndarstarfi og endurmat á starfsmannaþörf sveitafélaga. Af þróunarverkefnum má nefna gerð gæðastaðla um vistun barna utan heimilis, eftirlit með vistun barna utan heimils og úrræði vegna þungaðra kvenna sem stofna heilsa og lífi ófæddra barna í hættu. Ný meðferðarúrræði sem sett verða á fót á þessu tímabili eru m.a. : MST aðferðin eða fjölþátta meðferð sem hefur verið þróuð til að glíma við hegðunarraskanir unglinga í nærumhverfi barnsins þ.e. meðferð án þess að fjarlægja barnið af heimli sínu. Foreldrafærniþjáflun PMT, meðferð fyrir unga gerendur í kynferðisbrotamálum og reiðistjórnunar færninámskeið.  Ráðstefna verður um áætlunina 4. febrúar nk. Ráðgert að Guðrún Edda Haraldsdóttir fari fyrir hönd félagsmálaráðs.

 5. Beiðni lögð fram frá Alþjóðahúsi um endurnýjun þjónustusamnings.  Samþykkt að ræða endurnýjun samnings um eitt ár miðað við íbúafjöldaþróun í þeim sveitarfélögum sem eru með þjónustusamning.

 6. Styrkbeiðni lögð fram frá Samtökunum ´78.  Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 96.000.- kr.

 7. Önnur mál
 • Staða byggingar hjúkrunarheimilisins kynnt.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10

Berglind Magnúsdóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Edda Kjartansdóttir (sign), Pétur Árni Jónsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?