Fara í efni

Fjölskyldunefnd

290. fundur 21. ágúst 2003

Mættir: Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Edda Kjartansdóttir, Ingibjörg S. Benediktsdóttir, Magnús Margeirsson, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Snorri Aðalsteinsson

1. Trúnaðarmál.

1.1 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál

1.2 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 2. mál

1.3 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 3. mál

1.4 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 4. mál

1.5 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 5. mál

2. Umsóknir um viðbótarlán

2.1 Umsókn um viðbótarlán, nr. 14/2003, fært í húsnæðismálabók 1. mál.

2.2 Umsókn um viðbótarlán, nr. 15/2003, fært í húsnæðismálabók 2. mál

3. Skýrsla starfshóps um málefni aldraðra.

Efni skýrslunnar kynnt og helstu niðurstöður ræddar.

4. Erindisbréf fyrir félagsmálaráð Seltjarnarness.

Bréfið kynnt með áorðnum breytingum en ráðið gerði ýmsar athugasemdir við erindisbréfið á síðasta fundi og var formanni og félagsmálastjóra falið að endurrita það með tilliti til fram kominna athugasemda, og senda nefndarmönnum til yfirlestrar. Félagsmálaráð samþykkir erindisbréfið í núverandi mynd og vísar því til bæjarstjórnar.

5. Vinnulag við mótun fjölskyldustefnu.

Félagsráðgjafi gerði grein fyrir hvað gerst hefði í vinnu við mótun fjölskyldustefnu. Samþykkt að skipa undirnefnd sem stýri vinnu við fjölskyldustefnu. Í nefndinni eigi sæti tveir fulltrúar félagsmálaráðs og tveir aðrir fulltrúar úr bæjarfélaginu. Ákveðið að skipa í nefndina á næsta fundi.

6. Endurskoðuð fjárhagsáætlun.

Félagsmálastjóri gerði grein fyrir þeim liðum sem óskað er leiðréttingar á við endurskoðaða fjárhagsáætlun. Félagsmálaráð hvetur til þess að Samband íslenskra sveitarfélaga taki upp viðræður við stjórnvöld um að Jöfnunarsjóði verði tryggt nægt fjármagn til að geta greitt hlut sinn í húsaleigubótum án skerðingar.

Öldrunarfulltrúa falið að kanna hvernig er háttað greiðsluþátttöku í öðrum sveitarfélögum í félagsstarfi aldraðra og í námskeiðum á vegum þess.

7. Álit kærunefndar jafnréttismála.

Lagt fram til kynningar álit kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 7/2002.

7. Þjónustuhópur aldraðra.

Lögð fram fundargerð þjónustuhóps aldraðra, dags. 19. maí 2003.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:27

 

Snorri Aðalsteinsson (sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Guðrún Br. Vilhjálmsdóttir (sign) Magnús Margeirsson (sign)

Edda Kjartansdóttir (sign) Ingibjörg S. Benediktsdóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?