Fara í efni

Fjölskyldunefnd

254. fundur 29. mars 2000

Fundinn sátu: Þórður Ó. Búason, Sigrún Benediktsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Andri Þór Guðmundsson, Jens P. Hjaltested og Snorri Aðalsteinsson. 

 

1.     Breytingar á reglum um niðurgreiðslur á daggjöldum hjá dagmæðrum kynntar.  Reglurnar samþykktar og vísað til bæjarstjórnar.

 

2.     Fundargerðir undirnefndar um jafnréttismál dags. 16.02.00, 07.03.00 og 21.03.00 lagðar fram.  Fundargerðir sendar bæjarstjórn til kynningar.

 

3.            Rædd ný lög um málefni aldraðra.  Félagsmálastjóra falið að kanna hvernig skuli skipað í þjónustuhóp aldraðra.

 

4.            Samstarfsbeiðni vegna kynningarátaks Stígamóta, Kvennaathvarfs og Kvennaráðgjafar gegn kynferðisofbeldi. Samþykkt að styrkja um kr. 65.000, miðast framlagið við íbúafjölda á Seltjarnarnesi sem hlutfall af íbúum höfuðborgarsvæðisins.

 

5.            Fram kom að launakjörum starfsfólks í liðveislu hefur verið breytt til samræmis við nágrannabæjarfélögin.

 

6.            Trúnaðarmál. Sjá trúnaðarmálabók 1. mál.

 

7.     Trúnaðarmál. Sjá trúnaðarmálabók 2. mál.

 

Fundi slitið kl 18.20  Guðrún Br. Vilhjálmsdóttir.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?