Fara í efni

Fjölskyldunefnd

252. fundur 02. febrúar 2000

Fundinn sátu: Þórður Ó. Búason, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Andri Þór Guðmundsson, Jens Pétur Hjaltested, Sigrún Benediktsdóttir, Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir.  

 

 

1.    Reglur um liðveislu fyrir fatlaða. Drög að reglum rædd nánar. Þær samþykktar og vísað til bæjarstjórnar.

 

2.    Lagður fram listi um samanburð á launum fólks sem vinnur við liðveislu hjá nokkrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Félagsmálastjóra falið að kynna fjárhags- og launanefnd þennan samanburð.

 

3.         Lagðar fram upplýsingar um starfandi dagmæður á Seltjarnarnesi. Þær eru sjö og eru 40 börn í daggæslu hjá þeim.

Ákveðið að samræma reglur um niðurgreiðslur til foreldra. Félagsmálastjóra falið að koma með tillögur á næsta fund.

 

4.         Lögð fram umsókn um daggæsluleyfi frá Lilju Kjartansdóttur kt. 080472-3239, Valhúsabraut 11. Samþykkt samhljóða að veita henni leyfi til gæslu fjögurra barna.

 

5.         Húsaleigubætur. Kynntar breytingar á reglugerð um húsaleigubætur. 28 umsóknir hafa borist um húsaleigubætur fyrir þetta ár.

 

6.         Ályktanir frá landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Félagsmálaráð tekur undir ályktanirnar og leggur áherslu á að hafist verði handa við að undirbúa yfirfærslu málefna fatlaðra með markvissum hætti.

 

7.    Trúnaðarmál. Sjá trúnaðarmálabók 1. mál.

 

Fundi slitið kl 18.45  Guðrún Br. Vilhjálmsdóttir.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?