Fara í efni

Fjölskyldunefnd

20. nóvember 2008

 

348. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 20. nóvember 2008 kl. 17:00 - 18:25

 

Mættir: Berglind Magnúsdóttir, Magnús Margeirsson, Edda Kjartansdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Pétur Árni Jónsson, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Snorri Aðalsteinsson

1.             Trúnaðarmál.

1.1         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál

1.2         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál

1.3         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál

2.             Kynnt eignaraðild Seltjarnarnesbæjar að Skólabraut 3 - 5 skv. nýrri eignaskiptayfirlýsingu.  

3.             Styrkbeiðni frá Mæðrastyrksnefnd.  Samþykkt að veita styrk kr. 75.000.-

4.             Beiðni um styrk fyrir Ljósið, styrktarfélag krabbameinsgreindra. Samþykkt að veita styrk kr. 30.000.-

5.             Beiðni um styrk frá Bjarmalundi. Umsókn synjað. Ekki liggur fyrir neitt vilyrði um rekstrarframlag frá ríkissjóði og verkefnið því í algjörri óvissu. Félagsmálastjóra falið að svara erindinu nánar.

6.             Fyrirspurn frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra um fastan styrk til túlkaþjónustu. Styrkupphæð ekki samþykkt en félagsmálastjóra falið að ræða við Samskiptamiðstöð um aðkomu að málinu.

7.             Félagsmálastjóri sagði frá fundi með stjórnendum leik- og grunnskóla þar sem rædd voru viðbrögð og aðgerðir vegna væntanlegra afleiðinga þrenginga og samdráttar í samfélaginu.

8.             Erindi frá Barnaverndarstofu varðandi fósturbörn kynnt.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25

 

Berglind Magnúsdóttir (sign), Magnús Margeirsson, (sign) Edda Kjartansdóttir (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Pétur Árni Jónsson (sign),Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign), og Snorri Aðalsteinsson (sign)
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?