Fara í efni

Fjölskyldunefnd

22. janúar 2009

 350. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 22. janúar 2009 kl. 17:00 – 18:57

Mættir: Berglind Magnúsdóttir, Magnús Margeirsson, Edda Kjartansdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Pétur Árni Jónsson, Ragnar Jónsson, Sigrún Hv. Magnúsdóttir, Þorsteinn Sveinsson og Snorri Aðalsteinsson.

Í upphafi fundar tilkynnti Berglind Magnúsdóttir að hún myndi láta af formennsku og hætta í félagsmálaráði vegna starfs sem hún væri að taka við.

  1. Trúnaðarmál.
    1.1         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál
    1.2         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál
    1.3         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál
    1.4         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 4. mál
    1.5         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 5. mál
    1.6         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 6. mál
    1.7         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 7. mál
  2. Lagt fram bréf félags- og tryggingamálaráðuneytisins, dags. 15.12.2008: Leiðbeiningar um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Samþykkt að fara að tillögum ráðuneytisins um hækkun á viðmiðunarmörkum fjárhagsaðstoðar.
  3. Fjárhagsáætlun þessa árs kynnt. Einnig greint frá útgjöldum nýliðins árs.
  4. Kynntar voru úttektir á ferlimálum fatlaðra á íþróttahúsi, sundlaug og félgsheimili sem unnar voru af Aðgengi ehf. í framhaldi af því að bæjarstjórn vísað úttekt á ferlimálum fatlaðra til félagsmálaráðs, sbr. ákvörðun bæjarstjórnar, dags. 12.3.08.  Samþykkt að vísa skýrslunum til bæjarstjórnar, íþrótta- og tómstundaráðs og stjórnar félagsheimilisins. Kostnaðargreining á úrbótum fylgir með.
  5. Kynntur samningur milli Félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ÍTR/Hins hússins um lengda viðveru fatlaðra nemenda í framhaldsskólum. Samþykkt að gerast aðili að samningnum vegna þátttöku nemenda á Seltjarnarnesi.
  6. Lagt fram erindi Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar vegna skýrslu um ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Skýrsla þessi var kynnt á fundi félagsmálaráðs í desember s.l. Félagsmálaráð tekur undir með Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar að mikilvægt sé að unnið verði að samþættingu ferðaþjónustu fatlaðra með almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Samþykkt að taka þátt í áframhaldandi vinnu.
  7. Önnur mál
    a.       Magnús Margeirsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    Ég undirritaður Magnús Margeirsson undrast þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við skipan nýs formanns félagsmálaráðs.  Félagsmálaráði og undirrituðum var ekki kunnugt um skipan þessa fyrr en hún var afstaðin.  Undirritaður gegnir varaformennsku í ráðinu og telur að kanna hefði átt hug hans til formennsku sem fyrsta kosts eða annarra nefndarmanna.
    Bókun þessi á við verkferlið sjálft en beinist alls ekki að þeim einstaklingi sem tilnefndur var sem formaður ráðsins.  Jafnframt vona ég að skipan nýs formanns standist ákvæði sveitarstjórnarlaga.
    Virðingarfyllst, Magnús Margeirsson
    b.      Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að kanna fjölskylduhagi í félagslegum íbúðum með tilliti íbúðarstærðar.
    c.       Félagsmálaráð felur starfsmönnum að taka til nánari skoðunar aðra málsgrein 10. greinar reglna um fjárhagsaðstoð hjá Seltjarnarnesbæ og kynna niðurstöður á næsta fundi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:57

Berglind Magnúsdóttir (sign), Magnús Margeirsson, (sign) Edda Kjartansdóttir (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Pétur Árni Jónsson (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign), Þorsteinn Sveinsson(sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?