Fara í efni

Fjölskyldunefnd

27. apríl 2009

353. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 27. apríl 2009 kl. 17:00 – 18:30

Mættir: Ragnar Jónsson, Edda Kjartansdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Pétur Árni Jónsson, Sigrún Hv. Magnúsdóttir, Þorsteinn Sveinsson og Snorri Aðalsteinsson.

 1. Trúnaðarmál.
  1.1         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál
  1.2         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál
 2. Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dags. 17. mars ´09 lögð fram.
 3. Kynnt fundargerð starfshóps um stoðþjónustu á Seltjarnarnesi, dags. 16. apríl ´09
 4. Tekið fyrir að nýju erindi ÓB ráðgjafar varðandi námskeið fyrir verðandi foreldra og foreldra ungra barna. Samþykkt að taka þátt í verkefninu gegn greiðsluþátttöku foreldra kr. 7.500.- og hámarksþátttakendafjöldi verði 10 á þessu ári.
 5. Beiðni um þátttöku í akstri fylgdarmanns. Erindi frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Beiðninni hafnað.
 6. Umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi. Samþykkt að veita styrk, 50.000.- kr.
 7. Umsókn um fjárstyrk til reksturs Stígamóta. Samþykkt að veita styrk, 50.000.- kr.
 8. Umsókn um styrk til starfsemi Sjálfsbjargar. Samþykkt að veita styrk, 25.000.- kr.
 9. Umsókn um styrk til starfsemi Geysis. Samþykkt að veita styrk, 25.000.- kr.
 10. Umsókn um rekstrarstyrk fyrir Sjónarhól. Samþykkt að veita styrk, 25.000.- kr.
 11. Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins. Samþykkt að veita styrk 25.000.- kr.
 12. Beiðni um styrk til Ástráðs, forvarnarstarfs læknanema. Samþykkt að veita styrk,  25.000.- kr.
 13. Beiðni um framlag v. sumardvalar fatlaðra barna í Reykjadal. Samþykkt að styrkja um svipaða upphæð og s.l. sumar.
 14. Önnur mál. Fyrirspurn um gang mála varðandi hjúkrunarheimili. Snorri upplýsti á hvaða stigi verkefnið væri og hvað væri framundan.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Ragnar Jónsson (sign), Edda Kjartansdóttir (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Pétur Árni Jónsson (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign), Þorsteinn Sveinsson(sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?