Fara í efni

Fjölskyldunefnd

19. mars 2010

 

361. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 19. mars 2010 kl. 17:00 – 19:30

Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Árni Einarsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Pétur Árni Jónsson, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.

  1. Trúnaðarmál.
    1.1         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál
    1.2         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál
    1.3         Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál
  2. Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dags. 23. febrúar 2010 lögð fram.
  3. Kynnt fundargerð starfshóps um stoðþjónustu á Seltjarnarnesi, dags. 16. febrúar 2010
  4. Drög að samningi við Rannsókn og greiningu ehf. um úrvinnslu rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Seltjarnarnesbæ ásamt viðauka fyrir árin 2010 - 2014 lögð fram til kynningar. Félagsmálaráð vísar samningnum til bæjarstjórnar en bendir á að á tímum aðhalds og niðurskurðar komi sterklega til greina að taka út úr samningnum rannsóknarþáttinn ”Foreldrar og framhaldsskóli” Erfitt er að sjá hvernig þær niðurstöður nýtast bæjarfélaginu til aðgerða en þær verða hvort sem er birtar í hverjum framhaldsskóla fyrir sig. Þá er lagt til að gerður verið styttri samningur til þriggja ára. Verðhækkanir í samningnum eru ríflegar miðað við efnahagsástand og lagt til að vísitölutengingar í honum verði afnumdar.
  5. Umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi. Samþykkt að veita styrk, 75.000.- kr.
  6. Umsókn um fjárstyrk til reksturs Stígamóta. Samþykkt að veita styrk, 75.000.- kr.
  7. Umsókn um styrk til starfsemi Sjálfsbjargar. Samþykkt að veita styrk, 30.000.- kr.
  8. Umsókn um styrk til starfsemi Geysis. Samþykkt að veita styrk, 35.000.- kr.
  9. Umsókn um framlag vegna starfsemi Félags einstæðra foreldra og styrk til verkefnisins ”Meðganga, móðir, barn” á vegum einstæðra foreldra. Samþykkt að styrkja verkefnið um 35.000.- kr.
  10. Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins. Samþykkt að veita styrk 25.000.- kr.
  11. Beiðni um framlag v. sumardvalar fatlaðra barna í Reykjadal. Samþykkt að styrkja um svipaða upphæð og s.l. sumar.
  12. Önnur mál. Félagsmálastjóri greindi frá eineltismálum, sbr. 6 tl. síðustu fundargerðar, og samstilltri vinnu aðila í bæjarfélaginu gegn einelti. Félagsmálaráð leggur til við bæjarstjórn að komið verði á samráðshópi um eineltismál. Lagt er til að hópinn skipi fulltrúar frá leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttamiðstöð, félagsmiðstöðinni, íþróttafélaginu, kirkjunni, félagsþjónustu og foreldrafélögum skólanna.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30

Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson (sign), Árni Einarsson, (sign) Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Pétur Árni Jónsson (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?