Fara í efni

Fjölskyldunefnd

30. október 2011

370. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 31. október 2011 kl. 17:00 – 19:20

Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Laufey Gissurardóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson, Sigrún Hv Magnúsdóttir og Hildigunnur Magnúsdóttir.

  1. Trúnaðarmál.

  2. 1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál

  3. 1.2 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál

  4. 1.3 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál

  5. Lokaskýrsla framkvæmdahóps SSH um félagslegt húsnæði, vísað til ráðsins frá Fjárhags- og launanefnd til umsagnar. Ráðið frestar afgreiðslu skýrslunnar og vísar til næsta fundar. Biður félagsmálastjóra að áætla kostnað vegna sérstakra húsaleigubóta.

  6. Lokaskýrsla framkvæmdahóps SSH um barnavernd, vísað til ráðsins frá Fjárhags- og launanefnd til umsagnar. Ráðið frestar afgreiðslu skýrslunnar og felur starfsmönnum að útvega skýrsu Vilmars Péturssonar og Friðfinns Hermannssonar um Bakvaktir í barnavernd, Hafnarfjörður/Garðabær/Kópavogur, júní 2011.

  7. Lokaskýrsla framkvæmdahóps SSH um ferðaþjónustu fatlaðs fólks, vísað til ráðsins frá Fjárhags- og launanefnd til umsagnar.Afgreiðslu skýrslunnar frestað og félagsmálastjóra falið að kanna nánar kostnað við ferðaþjónustu.

  8. Beiðni um þátttöku Seltjarnarnesbæjar í stofnun sjálfseignarstofnunar, erindi fjögurra foreldra, dags. 24.10.2011, lagt fram. Félagsmálaráð fagnar framtakinu og mælir með þátttöku í verkefninu og vísar því til frekari útfærslu bæjarstjórnar og sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk.

  9. Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dags. 27.9.11 lögð fram og rædd.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10

Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson (sign), Laufey Gissurardóttir, (sign) Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign) Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign) Hildigunnur Magnúsdóttir (sign)

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?