Fara í efni

Fjölskyldunefnd

27. september 2012
375. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 13. september 2012 kl. 17:00 – 18:35

Mættir: Ragnar Jónsson, Laufey Gissurardóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn.

  1. Trúnaðarmál.
    1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál

  2. Kynnt drög að reglum um tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar. Einnig var kynnt greinargerð um verkefnið ásamt kynningarbæklingi og auglýsingu um umsóknir um NPA. Velferðarráð Reykjavíkurborgar óskar umsagnar félagsmálaráðs um verkefnið.

    Félagsmálaráð lýsir ánægju sinni með tilraunaverkefnið um NPA og telur það verulegt framfaraspor í þjónustu við fatlað fólk og til þess fallið að auka lífsgæði þess. Félagsmálaráð setur þó fyrirvara um að greiðslur skv. 9. gr. reglnanna dugi til þess að fatlaðir geti fengið viðunandi þjónustu við sitt hæfi veitta á faglegum grunni.

  3. Lagðar fram þrjár fundargerðir Þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dagsettar 12.4.12, 10.5.12 og 30.8.12. Félagsmálastjóri fór yfir helstu þætti fundargerðanna. Rætt um 5. lið síðustu fundargerðar frá 30.8.12 þar sem fjallað er um fyrirhugað heimili í Hofgörðum 16. Félagsmálaráð telur að það verkefni eigi að leysa á farsælan hátt og skoða alla möguleika á þjónustuformi við þá sem þar koma til með að búa. Um er að ræða mikilvægt og lofsvert frumkvæði aðstandenda fatlaðra ungmenna sem styðja þarf við.

  4. Lagt fram minnisblað frá forsvarsmönnum heimilisins að Hofgörðum 16 dags. 6.6.12. Félagsmálaráð lýsir stuðningi við verkefnið og vísar til bókunar í 3. lið fundargerðarinnar.

  5. Sérstakar húsaleigubætur. Félagsmálastjóri greindi frá því að lagt yrði til við gerð fjárhagsáætlunar 2013 að teknar yrðu upp greiðslur sérstakra húsaleigubóta hjá Seltjarnarnesbæ. Sérstakar húsaleigubætur voru kynntar á fundi félagsmálaráðs þann 27.2.12. Tillögur um bæturnar verða kynntar í fjárhags- og launanefnd á næstunni.

  6. Kynnt dagskrá félags- og tómstundastarfs eldri bæjarbúa fyrir september til desember þessa árs. Greint frá kynningarfundi í félagsheimilinu 30.8.12 sem var vel sóttur. Félagsmálaráð fagnar aukinni fjölbreytni í félags- og tómstundastarfinu og góðri þátttöku bæjarbúa í því.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35

Ragnar Jónsson (sign), Laufey Gissurardóttir, (sign) Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?