Fara í efni

Fjölskyldunefnd

24. október 2012
376. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 24. október 2012 kl. 17:00 – 18:45

Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn.

  1. Fjárhagsáætlun 2013 fyrir félagsþjónustu (02) og félagslegar leiguíbúðir (57) kynnt. Félagsmálastóri fór yfir forsendur áætlunarinnar og þróun útgjalda til félagsþjónstu á árinu og kynnti nýjungar og breytingar.

  2. Kynnt drög að reglum um sérstakar húsaleigubætur hjá Seltjarnarnesbæ. Félagsmálaráð samþykkir reglurnar sem taka gildi 1. janúar 2013

  3. Gjaldskrá fyrir leigu félagslegra leiguíbúða kynnt. Félagsmálaráð lýsir ánægju með breytingar á gjaldskránni og leggur áherslu á að þörf einstakra leigjenda verði endurmetin samhliða því sem gerðir verða nýir leigusamningar við þá. Bæði verði lagt endurmat á tekjur þeirra og að þeim verði úthlutað íbúðum sem henta miðað við núverandi fjölskyldustærð. Hugað verði að sölu íbúða sem henta ekki sem félagslegar leiguíbúðir og hagkvæmari íbúðir keyptar í stað þeirra. Leigusamningar við leigutaka verði almennt tímabundnir til eins árs.

  4. Kynntar gjaldskrárbreytingar félagsþjónustu um verð á fæði í íbúðum aldraðra og heimsendan mat og sendingarkostnað, gjaldskrá félagsstarfs aldraðra, gjaldskrá v. kaffi og meðlætis og gjaldskrá heimaþjónustu. Gjaldskrárnar taka gildi 1.1.2013

  5. Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir frá 9. október 2012 lögð fram og rædd.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45

Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, (sign) Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?