Fara í efni

Fjölskyldunefnd

19. febrúar 2014

384. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 19. febrúar 2014 kl. 17:00 – 18:30

Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn. Guðrún Edda Haraldsdóttir boðaði forföll.

  1. Trúnaðarmál. Kynnt ársþriðjungslegt yfirlit (1.9.13-31.12.13) umsókna sem félagsmálastjóri hefur heimild til að afgreiða skv. erindisbréfi fyrir fjölskyldunefnd samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarness. Fyrirspurnir og umræður.

  2. Bréf Barnaverndarstofu varðandi tilraunaverkefni um innleiðingu ESTER matstækisins í störf barnaverndarnefnda dags. 27.01.2014. Það er mat fjölskyldunefndar að þetta matstæki henti betur stærri bæjarfélögum en felur starfsmönnum að taka fullnaðarákvörðun í málinu.

  3. Starfsáætlun félagsþjónustusviðs fyrir árið 2014 kynnt. Umræður um útgjöld vegna húsvörslu og matarþjónustu við eldra fólk. Fulltrúar í fjölskyldunefnd leggja áherslu á að ellilífeyrisþegar sitji við sama borð varðandi þessa þjónustu óháð búsetu og að tekin séu hófleg gjöld ef boðið er upp á húsvörslu. Lagt til að þessi þjónusta verði endurskoðuð með ofangreint að leiðarljósi.

  4. Fundargerð þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk, dags. 19.12.13 Félagsmálastjóri fór yfir einstaka liði fundargerðarinnar.

  5. Kynnt minnisblað verkefnahóps um sameiginlegt útboð á akstri fyrir fatlað fólk til stjórnar SSH, dags. 31.1.14. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir tillögu verkefnahópsins sem fram kemur í minnisblaðinu.

    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?