Fara í efni

Fjölskyldunefnd

25. mars 2015
391. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 17:00 – 18:10

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, María Fjóla Pétursdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn. Magnús Margeirsson tilkynnti forföll vegna veikinda. Elísabet Charlotta Ásgeirsdóttir sat fundinn frá kl. 17:30 undir umfjöllun um liði 3 og 4 sem fulltrúi ungmennaráðs.

  1. 1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
  2. Fundargerð Þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk, dags. 29.1.2015 lögð fram og rædd. Umræða um nýjan samning við Reykjavíkurborg sem hafin er vinna við. Laufey gerði athugsemd við hve seint fundargerðir þjónusturáðs bærust og fór fram á að bætt yrði úr því.

  3. Ferðaþjónusta fatlaðra og aldraðra. Skýrsla sérstakrar stjórnar ferðaþjónustu fatlaðs fólks, dags 5.3.15 kynnt. Gerð grein fyrir hvernig þjónustan hefur gengið undanfarið. Rætt um stjórnskipulag ferðaþjónustunnar og fræðslu fyrir bílstjóra hennar.

  4. Íbúaþing um málefni eldri bæjarbúa. Rætt skipulag og undirbúningur þingsins sem haldið verður n.k. laugardag 28. mars í Félagsheimili Seltjarnarness.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Marí Fjóla Pétursdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?